Framlag
VELDU MáLEFNI SEM
ţú VILT STYRKJA
Börn Ungmenni Daglegt líf Vatn
 

 

Frjáls framlög
Á þessum vef Hjálparstarfs kirkjunnar, framlag.is, getur þú gefið framlag til hjálparstarfsins. Þú getur ýmist gefið framlag í áhersluverkefni hverju sinni, eða þú getur valið þér verkefni til að styðja eftir áhuga þínum. Verkefnin eru bæði erlendis og hér heima.

Á vefnum er aðeins hægt að greiða með kredit-korti. Ef þú vilt frekar leggja inn á reikning 1150 26 27 getur þú skilgreint málefnið í skýringum. Kennitala er 450670 0499.
  
Unnið með fólki
Hjálparstarf kirkjunnar hjálpar þar sem þörfin er mest, óháð orsökum neyðarinnar, trú, kynþætti, litarhætti, kyni eða öðru sem greinir fólk að. Við erum alltaf í samstarfi við fólk í grasrótinni, kirkjur og samtök á hverjum stað. Það fólk þekkir best vandann sem glímt er við og leiðir til að leysa hann. Okkar hugmyndum og lausnum er ekki þröngvað uppá fólk og þess vegna er allt það sem þú getur sett framlag þitt í hér, eitthvað sem örugglega vantar og örugglega kemur að gagni.

 
Hvert fer peningurinn minn?
Þú velur í hvað peningarnir þínir fara. Þeir fara í að kaupa það sem þú biður um. En til þess að áhugi okkar hér heima verði ekki þörfinni úti yfirsterkari, höfum við sett gjafirnar saman í flokka. Þannig er hægt að hafa nauðsynlegan sveigjanleika í stuðningi okkar við þá sem þurfa á hjálp okkar að halda. Ef allt í einu er búið að kaupa svo margar geitur að ekki er hægt að koma fleirum fyrir samkvæmt áætlun verkefnisins, þá verður keypt hæna eða svín fyrir framlagið þitt - eitthvað úr sama flokki. Þú sérð m.a. á litakóðanum á hverjum hlut eða þætti í starfinu að þeim er skipt í fjóra flokka.

1.
Börn styrkt til náms og vernduð gegn vinnuþrælkun

2. Ungmenni læra til að tryggja betur framtíð sína

3. Húsdýr, öflugri jarðrækt og umhverfisvernd

4. Vatn og heilsa – grunnur að öllu öðru

Ef þú kaupir geit geturðu verið viss um að peningurinn fer í húsdýra- og jarðræktarverkefni okkar. Þegar allir sem eiga að fá geitur, samkvæmt áætlun verkefnisins, hafa fengið hana, fær næsti t.d. jarðræktaráhöld og fræ. Eins ef þú kaupir vatn þá veistu að fyrir þína peninga verður fólki útvegað hreint vatn eða annað það sem stuðlar að betri heilsu þess. Við gröfum brunna og vatnsþrær og setjum upp vatnstanka. En þegar því er lokið samkvæmt áætlun hvers árs, fara peningarnir í fræðslu og aðra verkþætti í vatnsverkefnum okkar.. Með þessu móti gefur þú gjafir sem þú vilt gefa og gjafir sem fólk vantar.

 
Karfan er tóm
Leiđbeiningar

Leið A: Framlag til verkefna sem nú er sérstaklega safnað fyrir 

Á miðri upphafssíðu vefsins sérðu kortið „Vatn er von, með þinni hjálp!“, fyrir eyrnamerkt framlög til verkefnis Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu og Úganda. 


1. Veldu upphæð framlagsins. 
3. Smelltu á GEFA FRAMLAG og svo GANGA FRÁ KAUPUM. Fylltu út greiðsluupplýsingar.
4. Þú færð senda kvittun í tölvupósti og skjalið sem þú sást á skjánum og framlagið þitt fór í.

Leið B: Eyrnamerkt framlag í málefni sem þú velur

1. Smelltu á flokkana til vinstri: Börn, Daglegt líf og svo framvegis og veldu það sem þér líst best á.
2. Smelltu á SKOÐA NÁNAR. Smelltu á textann til að stækka hann og lesa um hvað framlagið fer í.
3. Þegar þú ert ákveðin/n, smelltu þá á GEFA FRAMLAG og svo GANGA FRÁ KAUPUM. Fylltu út greiðsluupplýsingar.
4. Þú færð senda kvittun í tölvupósti og skjalið sem þú sást á skjánum og framlagið þitt fór í.